Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung 65" QD-OLED S95B (2022) sjónvarp
Quantum Dot OLED S95B tækið frá Samsung er alveg ótrúlega þunnt sjónvarp sem notar öflugann Neural Quantum Processor 4K örgjörva til þess að sýna myndefnið í bestu mögulegu gæðum. Ambient Mode+ eykur nýtingum sem þú færð úr tækinu til muna, en hamurinn gerir þér kleift að varpa upp listaverkum, persónulegum ljósmyndum og snjallupplýsingakerfi ásamt því að geta skannað vegginn sem sjónvarpið hangir og varpa þeirra mynd upp á tækið, sem gerir sjónvarpið nánast ósýnilegt. Öflugt hljóðkerfi eykur upplifunina og Tizen stýrikerfið gefur aðgang að fjölda snjallforrita og streymisveita. Síðast, en ekki síst, er leikjaspilunin ekki síðri með AMD FreeSync Premium, ALLM og 4K@120 Hz.
4K UHD upplausn og 100% litir
Tækið er með 4K Ultra HD upplausn (3840 x 2160 pixlar). Það er allt að fjórum sinnum meira magn af pixlum en í hefðbundnum Full HD sjónvörpum, en þau hafa 1920 x 1080 pixla. QLED tækið er einnig búið 100% litum, sem er tækni sem gerir tækinu kleift að sýna yfir milljarð litbrigða og EyeComfort tækni hækkar og lækkar birtustig tækisins í samræmi við sólarupprás og sólsetur.
Neural Quantum Processor 4K örgjörvi
Neural Quantum örgjörvinn frá Samsung notar 20 tauganet til þess að besta þúsundir mismunandi atriða til þess að myndgæðin séu sem allra best. Skýr og skörp mynd með náttúrulegum myndum sem falla vel að auganu ásamt því að sjá um uppskölun myndefnis yfir í 4K myndgæði.
Dolby Atmos
Dolby Atmos kerfið fylgir hasarnum eftir og varpar hljóðinu þar sem það á við. Kerfið býr til einskonar þrívíddar hljóð svo að þér líði eins og þú sért í miðri myndinni.
Tizen stýrikerfið
Samsung S95B notar Tizen stýrikerfið sem býður upp á fjöldamarga eiginleika. Öll margmiðlun á sama stað og möguleiki á því að bæta við streymisveitum og öðrum snjallforritum.
Ambient Mode+
Með Ambient Mode+ getur þú losnað við svartholið í stofunni með því að nýta tækið á meðan að það er ekki í notkun. Ambient Mode býður upp á að varpa fram listaverkum, persónulegum ljósmyndum eða yfirliti yfir helstu upplýsingar á borð við veður, dagatal og fleira. Einnig getur þú, með aðstoð frá snjallsímanum, skannað inn vegginn sem tækið stendur við og sýnt sömu áferð og sama lit til þess að gera tækið nánast ósýnilegt.
Ofur þunn hönnun
Með minimalískum ramma og ofur þunnum hliðar prófíl þá tekur þú varla eftir tækinu, en það er sérstaklega hannað til þess að falla vel inn í hvaða umhverfi sem er.
Leikjaupplifunin
Engu var sparað til þess að bæta upplifun leikjaspilarans með S95B tækinu. AMD FreeSync Premium og Motion Xceleration Turbo+ tækni sér til þess að hver rammi líti sem best út og 120 Hz endurnýjunartíðnin gerir upplifunina enn betri. Auto Low Latency Mode minnkar viðbragðstíma tækisins, en tækið skiptir sjálfkrafa í þann ham þegar að leikjatölvan fer af stað.
Uppsetning
Ertu ekki viss hvar á að setja nýja sjónvarpið? Við eigum mikið úrval af veggfestingum sem geta hjálpað þér að finna það sem hentar þér og þínu heimili. Fótur fylgir sjónvarpinu.
Snúrur og fylgihlutir
Ef þú ætlar að tengja sjónvarpið við leikjatölvu eða heimabíó þarf að passa að réttu snúrurnar eru til staðar. Þú finnur hljóð- og myndsnúrur í ELKO.
Aðrir eiginleikar
- Raddstýring
- Real Depth aukning
- Tap View skjáspeglun
- Samsung MultiView
- EyeComfort hamur
- Snjallheimilið með SmartThings