Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Sony 65" X89J sjónvarp
Sony X89J sjónvarpið er stílhreint með þunna ramma. Horfðu á uppáhalds myndina þína eða þætti með nákvæmum litum og öflugum hljóm. Sjónvarpið styður raddstýringu og smellpassar í snjallheimilið þar sem það styður Google Assistant.
4K HDR Processor X1
4K HDR Processor X1 birtir öll smáatriði á skjánum nákvæmlega. Örgjörvinn er hannaður til að bæta liti, birtuskil og framkalla afbragðs myndgæði ásamt því að bæta streymi 4K myndefnis. Með háþróuðu tækninni getur sjónvarpið einnig greint og skalað efni upp í 4K upplausn.
4K X-Reality Pro
X89J serían birtir skörp, nákvæm myngdæði með 4K X-Reality PRO myndvinnsluörgjörva sem greinir, skalar og bætir hvern einasta pixil á skjánum. Nú geturðu séð öll smáatriðin í alvöru 4K UHD myndgæðum.
4K/UHD upplausn
4K/UHD upplausn (3840x2160pix) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920x1080). Einnig færðu ein bestu mögulegu gæðin núna með UHD uppskölun á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit hverju sinni og saman verður til mynd. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.
Dolby mynd- og hljómgæði
Dolby Vision og Dolby Atmos veita þér raunverulega heimabíó upplifun. Dolby Vision gefur þér skæra og raunverulega liti á meðan Dolby Atmos bæti hljómgæðin og lætur þér líða eins og þú sért komin með þinn eigin heimabíó sal.
Android stýrikerfi
Stýrikerfi sjónvarpsins er Android TV. Þú færð greiðan aðgang að alls kyns netforritum (e.apps), þar á meðal Sjónvarpi Símans, beint í gegnum sjónvarpið og einnig uppástungum byggt á þínum aðgang inn á Google Play. Með þessum uppástungum er líklegra að meiri tími fari í að njóta skemmtunarinnar frekar en að leita hennar, hvort sem um ræðir kvikmyndir, myndbönd, tónlist, leikir og margt fleira.
Raddstýring
Raddstýringin í Sony Android sjónvarpinu gefur þér meiri tíma til að horfa en að leita. Finndu allt skemmtiefnið og uppáhalds kvikmyndirnar þínar eða þætti í gegnum sjónvarpið eða fáðu aðstoð frá Google fyrir topp kvikmyndir og þætti.
Uppsetning
Ertu ekki viss hvar á að setja nýja sjónvarpið? Við eigum mikið úrval af veggfestingum sem geta hjálpað þér að finna það sem hentar þér og þínu heimili. Fótur fylgir sjónvarpinu.
Snúrur og fylgihlutir
Ef þú ætlar að tengja sjónvarpið við afruglara, leikjatölvu eða heimabíó þarf að passa að réttu snúrurnar eru til staðar. Þú finnur hljóð- og myndsnúrur í ELKO.
Aðrir eiginleikar
- Virkar með Apple AirPlay / Apple Homekit
- Innbyggt Chromecast
- Snjallfjarstýring
- Two-way Multi-Position standur