Reikningsviðskipti
Prókúruhafar fyrirtækis geta stofnað til og breytt viðskiptaheimildum fyrirtækis á mínum síðum https://elko.is/minar/fyrirtaeki
Ef að lánshæfismat er í lagi þá er umsókn afgreidd samstundis. Fyrirtæki með eftirfarandi rekstrarform geta sótt um reikningsviðskipti:
B1 - Sameignarfélag almennt (sf)
C1 - Samlagsfélag, almennt (slf)
D1 - Hlutafélag, almennt (hf)
E1 - Einkahlutafélag (ehf)
G1 - Samvinnufélag (svf)
G2 - Húsnæðissamvinnufélag
H1 - Sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur (ses)
R1 - Útibú erlends félags
K1-5, KX - Ríkisstofnanir
Með því að sækja um reikningsviðskipti þarf að samþykkja skilmála ELKO ehf. og að leitað verði upplýsinga um umsækjanda hjá Creditinfo. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Nýskráning fyrirtækja
Til að skrá fyrirtæki er farið inn á mínar síður https://elko.is/minar/fyrirtaeki
Aðeins prókúruhafar geta stofnað fyrirtæki á elko.is, og í kjölfarið sótt um eða breytt heimildum til reikningsviðskipta.
Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar (myndband).
Notendur
Prókúruhafi: Er með full réttindi. Getur sótt um og breytt viðskiptaheimild fyrirtækis.
Full réttindi: Réttindi til að bæta við og eyða notendum, fyrir utan prókúruhafa. Réttindi til þess að versla með viðskiptafærslu. Hægt að sækja kaupnótur.
Úttektarheimild: Réttindi til þess að versla með viðskiptafærslu. Hægt að sækja kaupnótur.
Skoðunaraðgangur: Hægt að sækja kaupnótur.