Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Apple iPad 11" (2025) 128 GB Wi-Fi -Bleikur
MD4E4K






Apple iPad 11" (2025) 128 GB Wi-Fi -Bleikur
MD4E4K
Apple iPad 11" (2025) 128 GB Wi-Fi
Apple iPad 11"(2025) sameinar öfluga tækni og fágaða hönnun sem hentar jafnt fyrir vinnu sem afþreyingu.
Hönnun og skjár
Liquid Retina-skjár sem býður upp á skarpa og bjarta mynd með 2360 x 1640p upplausn. Skjárinn er með LED-baklýsing og IPS-tækni sem skilar nákvæmum litum og breiðum sjónarhornum, sem gerir hann fullkominn fyrir bæði vinnu og afþreyingu. True Tone-tæknin aðlagar birtustigið að umhverfinu, sem tryggir þægilega notkun við allar aðstæður.
Afköst og geymsla
iPad-inn er búinn A16 Bionic-örgjörva með 5 kjarna CPU og 4 kjarna GPU, skilar iPad-inn framúrskarandi afköstum. Hvort sem þú ert að vinna í krefjandi forritum, breyta myndböndum eða spila leiki, þá tryggir þessi örgjörvi slétta og hraða upplifun. Með 128 GB geymsluplássi hefurðu nægt rými fyrir myndir, myndbönd og forrit.
Myndavélar
Aftari myndavélin er 12 MP með f/1,8 ljósopi, sem gerir þér kleift að taka skýrar og bjartar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Fremri myndavélin er einnig 12 MP Ultra Wide með Center Stage-eiginleika, sem heldur þér í miðju rammans á meðan myndsímtölum stendur, jafnvel þótt þú hreyfir þig.
Rafhlaða og tengimöguleikar
Með allt að 10 klukkustunda rafhlöðuendingu geturðu notað tækið allan daginn án þess að þurfa að hlaða það. Tengimöguleikar eins og WiFi 6 tryggja hraðvirka og stöðuga nettengingu, og USB-C tengið gerir þér kleift að tengja ýmis jaðartæki auðveldlega.
Apple Pencil og Magic Keyboard
Apple Pencil breytir iPad spjaldtölvunni í auðan striga til að teikna á eða til að glósa. Magic Keyboard lyklaborðið er með innbyggðum snertifleti sem líkir eftir notkun fartölva og virkar einnig sem hulstur sem verndar iPad spjaldtölvuna þína. Aukahlutir seldir sér.