Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Asus ROG Azoth þráðlaust leikjalyklaborð - Gunmetal svart
AS90MP0316BKNA01









Asus ROG Azoth þráðlaust leikjalyklaborð - Gunmetal svart
AS90MP0316BKNA01
Asus ROG Azoth þráðlaust leikjalyklaborð
Asus ROG Azoth leikjalyklaborðið er sérstaklega hannað fyrir þá sem vilja hámarksárangur í leikjum. Með 75% stærð sparar það pláss á skrifborðinu, án þess að fórna virkni. Lyklaborðið er með sérhannaðar ROG NX Snow Refined Linear rofar sem eru smurðir til að tryggja mjúkan og nákvæma notkun. OLED-skjárinn gerir þér kleift að fylgjast með tölvunni þinni beint af lyklaborðinu og RGB lýsingin leyfir þér að aðlaga útlit borðsins eftir eigin smekk. Með allt að 2000 tíma rafhlöðuendingu getur þú spilað án truflana, og þríþættir tengimöguleikar (2,4 GHz þráðlaus, Bluetooth 5.1 og USB-A) tryggja stöðuga tengingu við ýmis tæki. Lyklaborðið er einnig með þriggja laga dempun sem dregur úr hávaða og bætir viðbrögð við innslætti. Með lyklaborðinu fylgja ýmis hjálpartæki eins og smurefni og verkfæri til að skipta um eða smyrja rofana, sem gerir það einstaklega notendavænt.
ROG NX Red Refined Linear rofar
Mekanísku rofarnir eru forsmurðir og hljóðlátir sem gerir þér kleift að einbeita þér betur að leiknum. Lyklaborðið kemur einnig með smurningsbúnaði, svo að þú getir viðhaldið mjúkri virkni. Einnig er auðvelt að skipta út rofunum.
OLED skjár
Innbyggði 2" tommu OLED skjárinn gefur þér nákvæmar upplýsingar eins og rafhlöðuendingu, hljóðstyrk og fleira. Einnig er hægt er að búa til sérsníðaðar hreyfimyndir.
RGB lýsing
Lyklaborðið er með bjarta og litríka RGB lýsingu.
Rafhlöðuending
Innbyggða rafhlaðan endist í allt að 2000 klukkustundir (með slökkt á RGB lýsingu og skjánum), svo að þú getir einbeitt þér að leiknum án þess að fá hleðslukvíða.
Tengingar
Hægt er að tengja lyklaborðið á þrjá vegu: 2,4 GHz þráðlaust, Bluetooth 5.1 og með USB-A snúru sem er einnig notuð til að hlaða lyklaborðið.