Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Asus Vivobook S 15 SDXElite/32/1TB/ 15" OLED fartölva
Copilot+ PC
Windows tölvur með Copilot+ nýta sér NPU (Neural Processing Unit), sem hægt væri að þýða sem gervigreindarhraðal, til að keyra gervigreind á tölvunni sjálfri. Þannig getur tölvan og stýrikerfið nýtt sér gervigreind á nýja vegu þar sem gervigreindin er orðin hluti af stýrikerfinu. Copilot býður þér góðan daginn og er þér reiðubúinn til aðstoðar með hin ýmsu verkefni og spurningar sem vakna upp á hverjum degi.
Margir nýir eiginleikar stíga á svið, þá aðallega Recall, Live Captions, Cocreator og Windows Studio Effects.
- Recall: Leitaðu að skjölum, tölvupóstum, vefsíðum eða öðrum gögnum með því að biðja gervigreindina um að finna hlutina fyrir þig. Tölvan man hvað þú varst að gera í tölvunni langt aftur í tímann og getur því fundið gögn fyrir þig. Dagarnir eru liðnir þar sem þú þarft að leita í möppum eða í vafrasögunni að því sem þú varst að gera.
- Live Captions: Tölvan býr til enskan texta fyrir efni í rauntíma úr 40+ mismunandi tungumálum. Hægt er að tala við einstaklinga eða horfa á myndefni og tölvan sér um að bæta við enskum texta.
- Cocreator: Allir eru með sköpunargáfu. Lýstu fyrir gervigreindinni eða teiknaðu einfalda mynd og Cocreator sér um að túlka og skapa út frá þínum leiðbeiningum.
- Windows Studio Effects: Gott er að vera skýr og greinilegur ef maður er að halda kynningu eða sitja á fjarfundi. Windows Studio Effects bætir lýsingu, gerir þig greinilegri og breytir bakgrunn að vild. Einnig eru skapandi og skemmtilegar síur (e. filters) sem hægt er að stilla á til að gera daginn kostulegri.
Mörg forrit eins og Adobe, DaVinci Resolve Studio, CapCut, LiquidText og djay Pro svo einhver séu talin nýta sér Copilot+ PC tölvur til að bjóða upp á fleiri möguleika með því að nýta NPU tölvunnar og gervigreindina sem er í tölvunni.
Örgjörvi
Snapdragon X Elite er byggður á 4nm Qualcomm Oryon hönnun sem býður upp á hraða vinnslu og er orkusparandi. Snapdragon X1E-78-100 er með 12 kjarna sem geta farið í allt að 3,4 GHz og er studdur af 16 GB hröðu LPDDR5x vinnsluminni sem tryggir leifturhraða frammistöðu í hvaða forriti sem er.
Qualcomm Adreno skjástýring
Qualcomm Oryon hönnunin býður upp á öfluga 3.8 TFLOPS Adreno skjástýringu sem sér til þess að öll grafíkvinnsla gangi hispurslaust fyrir sig. Hún er líka nógu öflug til þess að spila ýmsa léttari leiki.
OLED skjár
14,5" skjárinn birtir myndir í skarpri 3K 2944 x 1840 upplausn. OLED tæknin er sparneytin og framkallar dýpri svarta en hefðbundnir LED skjáir ásamt breiðum sjónarhornum. Hann er einnig með DisplayHDR 600.
Geymslupláss
1 TB M.2 NVMe PCIe SSD tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér, ræsa stýrikerfið og bætir hraðann á gagnaflutningi.
Tengimöguleikar
- 2x USB-C 4 40Gbps
- 2x USB 3.2 Gen 1 Type-A
- Wi-Fi 7 (802.11be), Bluetooth 5.4
- 1x 3,5 mm heyrnartólatengi
Aðrir eiginleikar
- Innbyggðir hátalarar með Dolby Atmos
- Innbyggð vefmyndavél með Full HD 1080p stuðning
- Fjölsnertiflötur
- Baklýst RGB lyklaborð
- Lokari á vefmyndavél
- Windows 11 Home 64-bit