Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Corsair Void v2 þráðlaus leikjaheyrnartól - Svört
CA9011379WW







Corsair Void v2 þráðlaus leikjaheyrnartól - Svört
CA9011379WWLitur: Svartur
Sökktu þér niður í hasarinn með þráðlausu Corsair Void v2 leikjaheyrnartólunum. 50 mm hátalarar ásamt Dolby Atmos umhverfishljóði skila framúrskarandi hljóðgæðum á meðan alhliða hljóðneminn tengir þig við vini og liðsfélaga. Bættu við sérhannaðri RGB-lýsingu, eyrnapúðum úr minnissvampi sem eru vafðir í örtrefjaefni, hljóðsniðum, Nvidia Broadcast-samhæfi og forritanlegum stjórntökkum á heyrnartólunum í gegnum Corsair iCUE smáforritið og þú ert komin/n með þægilegt heyrnartól sem þú getur reitt þig á í hita leiksins.
Hátalarar
50 mm hátalarar heyrnartólanna eru tilbúnir til að skila skörpum háum tónum, hreinum miðtónum og kröftugum bassa. Fáðu fullkominn hljóm og vertu meðvitaður/meðvituð um hvert smáatriði sem gerist á vígvellinum.
Dolby Atmos
Dolby Atmos umhverfishljóð skilar ótrúlegu þrívíddar umhverfishljóði, svo þér líður eins og þú sért í miðju atriðinu. Hvort sem um er að ræða leik eða kvikmynd færðu fulla upplifun. Aðeins í boði á PC og Xbox.
Hljóðnemi
Heyrnartólin eru með alhliða hljóðnema, svo þú getur alltaf verið í sambandi við vini þína eða samræmt þig við liðið þitt til að tryggja sigur. Nýttu kraft gervigreindar með nýstárlegri Nvidia Broadcast-tækni sem gerir þér kleift að sía út bakgrunnshljóð og gefur þér betri stjórn á samskiptum, streymi eða hljóðupptöku.
2,4 GHz og Bluetooth 5.3 tenging
Skiptu á milli borðtölvu og farsíma með ýmsum tengingum með einum hnappi.
Rafhlöðuending
Með allt að 70 klukkustunda rafhlöðuendingu með þráðlausri tengingu geturðu verið viss um að þú verðir ekki batteríslaus í miðjum leik. Ef þú verður samt batteríslaus gefur 15 mínútna hraðhleðsla þér allt að sex klukkustunda notkun.
RGB-lýsing
Spilaðu með stæl og sérsníddu RGB-lýsinguna á heyrnartólunum þínum til að passa best við skapið þitt eða hasarinn á skjánum.
Hugbúnaður
Corsair iCUE hugbúnaðurinn gefur þér fjölda sérstillingarmöguleika: breyttu RGB-lýsingunni, veldu forstillt hljóðsnið og forritaðu stjórntakkana á heyrnartólunum til að henta þínum þörfum best.