Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Coway AP-1008CH lofthreinsitæki - Hvítt
AP1008CH


Coway AP-1008CH lofthreinsitæki - Hvítt
AP1008CH
Coway AP-1008CH lofthreinsitæki
Coway AP-1008CH lofthreinsitækið sér til þess að halda loftinu sem þú andar að þér hreinu og þér heilbrigðari. Tækið hefur þrískipta síu til að sía sem flestar bakteríur og aðrar agnir úr loftinu. Innbyggður skynjari er í lofthreinsitækinu til að greina loftmengunina á heimilinu þínu sem stillir lofthreinsunina síðan sjálfkrafa á það stig sem þarf hverju sinni. Coway AP-1008CH er mælt með af Astma- og ofnæmissamtökunum ásamt Bresku ofnæmissamtökunum. Þessi meðmæli miða við að hámarki 17m2 herbergi í hljóðlátu næturstillingunni.
Hönnun
Coway AP-1008CH lofthreinsitækið er með minimalíska og nútímalega hönnun sem passar inn á hvaða heimili sem er.
Sía
Innbyggðu síurnar (ytri sía, A3 miðlungs sía og HEPA sía) veita hreint loft allan sólarhringinn ásamt því að fjarlægja óæskilega lykt eins og sígarettulykt, mat og aðra heimilislykt.
- Ytri sían fjarlægir stórar rykagnir, hár, gæludýrahár o.fl.
- A3 miðlungs sían fjarlægir agnir eins og ryk, óæskilega lykt og bakteríur. Hún inniheldur kolefni, verndar HEPA síuna og auðvelt er að þrífa hana með ryksugu.
- HEPA sían fjarlægir fínar agnir eins og ofnæmisvalda, vírusa, bakteríur, myglu og loftmengun.
Sjálfvirk lofthreinsun
Lofthreinsitækið er búið snjallri tækni sem greinir allar óæskilegar agnir, bregst sjálfkrafa við og fjarlægir þær.
Gaumljós fyrir síu
Lofthreinsitækið sýnir hvenær tími er kominn til að skipta um síu.
Næturstilling
Tækið skynjar þegar slökkt er á ljósum í herberginu og fer þá sjálfkrafa í hljóðláta næturstillingu.
Eco mode
Þegar engin mengun greinist í 30 mínútur stöðvast viftan sjálfkrafa til að spara orku en agnarneminn er enn virkur og virkjar viftuna ef loftgæði versna.
Prófanir
Coway AP-1008CH lofthreinsitækið var valið best í prófun af Testfakta SP, tæknirannsóknarstofnun Svíþjóðar, þar sem var prófað sex mismunandi lofthreinsitæki fyrir smærri herbergi árið 2016. Í prófuninni, sem mældi afkastagetu og orkunýtni loftheinsitækjanna, sigraði Coway AP-1008CH með heildareinkunn 4,7 af 5.