Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Electrolux SteamCare 700 EFI7H2EX6Q - Hvít
EFI7H2EX6Q











Electrolux SteamCare 700 EFI7H2EX6Q - Hvít
EFI7H2EX6QElectrolux EFI7H2EX6Q þvottavélin sameinar frábæra tækni og hagkvæmni, með fjölmörgum eiginleikum til að bæta umhirðu fatnaðarins og spara tíma og þvottaefni.
10,5 kg þvottageta
Tilvalið fyrir fjölskyldur með börn og/eða marga á heimilinu sem vilja þvo sem mest á stuttum tíma.
Tímaræsing á kerfi
Hægt er að tímastilla þegar óskað er eftir að þvottakerfi fari af stað. Tilvalið er að nota tímaræsingu ef þú vilt að vélin fari í gang þegar þú ert í vinnu eða skóla og verður þá nýbúin þegar þú kemur heim.
Helstu eiginleikar
SteamCare tækni: Býður upp á SteamRefresh-stillingu sem hreinsar fatnað með 25 mínútna gufuferli, sem dregur úr hrukkum og endurnýjar lykt án þess að þurfa fullan þvott.
AutoDose: Sjálfvirk skammtastýring sem notar alltaf rétta magn þvottaefnis og getur dregið úr þvottaefnisnotkun um allt að 60%. Þannig nýtist þvottaefnið betur og á öruggan hátt fyrir fötin.
CareDrum tromla: Skonsöm tromla sem er hönnuð til að meðhöndla fatnað af varfærni. Púðamynstrið gerir fatnaðinum kleift að hreyfast á þægilegan hátt í vélinni án þess að slíta hann.
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofan á. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.
Viðhald
Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakt umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni.
Ath. Þarf að hafa það í huga að reglulega þarf að þrífa tromluna sem kemur í veg fyrir vonda lykt og myglu. Nóg er að sótthreinsa tromluna með því að stilla vélina tóma á 85-90 gráða þvott.