Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
EPOS GSP670 þráðlaus leikjaheyrnartól
SEPCGSP670Uppselt





EPOS GSP670 þráðlaus leikjaheyrnartól
SEPCGSP670Þráðlaust frelsi
Seinkun á hljóði er í lágmarki en EPOS tryggir auk þess stöðuga tengingu án truflana svo þú getur alltaf stólað á þau. Þökk sé Bluetooth getur þú tengt heyrnartólin bæði við PC eða PS4 tölvu á sama tíma og þú parar þau við snjallsíma eða spjaldtölvu. Þannig getur þú svarað símtölum og skipt beint yfir í tölvuleikinn um leið og símtali lýkur.
Góður hljómburður fyrir tölvuleikjaspilun
EPOS hefur unnið í því að þróa tækni í heyrnartólnum í 70 ár sem gerir það að verkum að heyrnartólin veita frábæran hljómburð, allt frá djúpum bassa upp í háa tóna. Þannig heyrir þú hvert smáatriði sem á sér stað í leiknum og getur þá brugðist enn hraðar við. Þú getur breytt stillingunum með EPOS Gaming Suite og kveikt á 7.1 surround sound og notið einstakrar hljóðupplifunar.
Einstök rafhlöðuending
Rafhlaðan endist í allt að 20 klst með Bluetooth tengingu svo þú getur stólað á þau við langa tölvuleikjaspilun. Ef rafhlaðan klárast getur þú haldið áfram að spila og hlaðið þau á sama tíma og þú spilar leikinn, án truflana. USB fast charge eiginleikinn gerir þér auk þess kleift að fá 2 klst þráðlausa spilun með því að hlaða í aðeins 7 mínútur.
Hágæða hljóðnemi
Hljóðneminn er sá besti í bransanum. Hann er hljóðeinangrandi noise-cancellation sem þýðir að hann dempar bakgrunnshljóð. Auk þess er hægt að sveigja hljóðnemann og aðlaga hann að þeim sem notar heyrnartólin hverju sinni. Til að slökkva á hljóðnemanum er nóg að sveigja hann upp.