Final Fantasy VII Remake Intergrade (SW2)
SW2FFVIIREMANýtt

Final Fantasy VII Remake Intergrade (SW2)
SW2FFVIIREMAFinal Fantasy VII Remake Intergrade
Final Fantasy VII Remake Intergrade er endurbætt og stækkuð útgáfa af hinum margrómaða og margverðlaunaða Final Fatnasy VII Remake fyrir Switch 2. Final Fantasy VII Remake Intergrade inniheldur glænýjan þátt með Yuffie í aðalhlutverki, sem kynnir nýja og spennandi sögu, auk fjölda nýrra spilunareiginleika sem leikmenn geta notið.
Heimurinn er kominn undir stjórn Shinra Electric Power Company, dularfulls fyrirtækis sem stjórnar lífsafli plánetunnar í formi mako-orku. Í hinni víðfeðmu borg Midgar hefur andspyrnuhreyfing gegn Shinra, sem kallar sig Avalanche, eflt mótspyrnu sína. Cloud Strife, fyrrverandi meðlimur í úrvalssveit Shinra, SOLDIER, sem gerst hefur málaliði, aðstoðar hópinn, óafvitandi um þær stórbrotnu afleiðingar sem bíða hans.
Nýi þátturinn með Yuffie í aðalhlutverki er glænýtt ævintýri sem gerist í heimi Final Fantasy VII Remake Intergrade. Spilaðu sem Wutai-ninjan Yuffie Kisaragi þegar hún laumast inn í Midgar og leggur á ráðin með höfuðstöðvum Avalanche um að stela hinu fullkomna materia frá Shinra Electric Power Company.
Spilaðu með nýjum persónum og njóttu stækkaðrar spilunarupplifunar með nokkrum nýjum bardagaeiginleikum og viðbótum við spilunina. Þetta ævintýri býður upp á nýja sýn á söguna í Final Fantasy VII Remake sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Sagan í þessum fyrsta leik í Final Fantasy VII Remake verkefninu nær yfir flótta aðalhópsins frá Midgar og kafar dýpra í atburðina sem eiga sér stað í Midgar en upprunalegi Final Fantasy VII gerði.