Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Garmin Venu Sq 2 snjallúr - Grátt
Garmin Venu Sq2 snjallúrið hefur marga snjalleiginleika og rafhlöðu sem endist í marga daga. Úrið er hentugt tól fyrir æfingar og gefur þér alls konar upplýsingar, eins og hjartslátt, skref, svefnupplýsingar, tilkynningar og súrefnismettun. Einnig er hægt að framkvæma snertilausar greiðslur með Garmin Pay. Venu Sq2 er einnig með ANT+ sem gerir það auðveldar að flytja heilsu upplýsingar í tæki sem styðja ANT+.
Æfingar
Snjallúrið getur skráð gögn um hlaup, hjól, hlaupabretti, jóga og fleira. Einnig má nota það í sturtu og sundi með 5 ATM vatnsvörn.
Skjár
1.4" Amoled skjár er með 320 x 360p upplausn sem gefur þér skarpari og skýrari mynd í sólarljósi og er með Corning Gorilla Glass 3.
GPS
Venu Sq2 gefur þér aðgang að staðsetningar þjónustunum GPS, GLONASS og Galileo til að mæla fjarlægð og hraða nákvæmt, jafnvel innandyra. Innbyggði hraðamælirinn skráir gögn við hreyfingu, telur skref og lætur þig vita ef þú situr kyrr lengur en klukkustund.
Hjartsláttarmælir
Gleymdu óþægilegum beltum. Með innbyggða hjartsláttarmælinum geturðu mælt hjartsláttinn hvenær sem kveikt er á úrinu. Einnig er hægt að mæla súrefnismettun í blóðinu. Fáðu yfirlit yfir hjartsláttarsvæðin og hraða í rauntíma.
Tenging
Venu Sq2 tengist beint við snjallsímann eða spjaldtölvu til að veita bestu upplifunina. Hægt er að færa öll gögnin yfir í snjalltækin svo þú getur vegið og metið æfingarnar hvenær sem er. Snjallúrið sýnir einnig tilkynningar úr snjallsímanum og sýnir þær beint á skjáinn.
Garmin Pay
Með Garmin Venu Sq2 geturðu skilið veskið heima og notað úrið til að borga.
Rafhlaða
Rafhlaðan endist allt að 11 daga í hefðbundinni stilingu, 26 klst í GPS stillingu og 20 klst kveikt á öllum stillingum.