Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Google Nest Protect reykskynjari m. snúru
Google Nest reykskynjarinn er öryggistæki sem verndar allar fjölskylduna. Með háþróaðri tækni lætur tækið vita ef eldur kveiknar og skynjar magn kolmónoxíðs og fleira. Nest er einfalt í notkun og getur greint hvort um lífshættu sé að ræða. Ef hættan er lítil sendir tækið skilaboð í snjallsíman áður en viðvörunin fer af stað. Tækið endist í meir en 10 ár og yfirfer búnaðinn sjálfkrafa allt að 400 sinnum yfir daginn.
Skynjari
Fjölhæfur skynjari gerir tækinu kleift að greina á milli raunverulegs reyks og vatnsgufu. Tækið lætur vita ef olía er að brenna á hellunni en ekki ef vatn er að sjóða í potti. Með rafefnaskynjara er einnig hægt að greina lífshættulegar og ósýnilegar kolmónoxíðs gufur (CO) í loftinu. Innbyggður hitaskynjari er í tækinu sem greinir allt að 1° hitabreytingar og lætur snemma vita jafnvel ef eldur dreyfist hægt.
Viðvaranir
Stundum koma upp hættur sem eru ekki lífshættulegar og þarf tækið því ekki að láta vita með viðvörun. Þess vegna bíður Nest upp á að senda minniháttar viðvaranir í snjallsíman með upplýsingum um hættuna.
Lýsing
Nest reykskynjarinn er með grænan hring með LED lýsingu til að láta vita að allt er með felldu og að hann sé í gangi. Einnig er hægt að stilla lýsinguna svo tækið lýsi hvítri lýsingu þegar labbað er undir það, eða einfaldlega slökkva á því. Gult ljós merkir mögulega hættu s.s. ristuð brauðsneið sem gleymdist. Rautt ljós ásamt viðvörunarhljóði merkir lífshættu. Tækið er einnig með raddviðvörun sem lætur vita hvar hættan er.
Snjallforrit og stillingar
Nest reykskynjarinn tengist þráðlaust í gegnum WiFi til að senda skilaboð í gegnum Nest snjallforritið. Tækið er einnig með Bluetooth til að geta breytt stillingum á fljótlegan hátt eða slökkva á viðvörunarhljóði. Jafnvel þó að ekkert WiFi sé til staðar getur reykskynjarinn sent raddskilaboð. Skynjarinn tengist einnig öðrum Nest tækjum. Hægt er að búa til marga aðganga fyrir fjölskyldina svo allir hafa nauðsynlegar upplýsingar.
Rafmagn
Tækið notar hefbundna 230V aflgjafa með venjulegan leiðara, phase conductor og jarðtengingu . Mælt er með að ráðfæra sig við rafvirkja ef tengja skal tækið rétt. Reykskynjarinn er einnig með 3 AA rafhlöður ef það verður rafmagnslaust (í pakka).
Innifalið í pakkningu
- Nest reykskynjari
- 3x AA rafhlöður
- 230V aflgjafa með venjulega leiðni, phase conductor og jarðtengingu
- 4 skrúfur
- Leiðbeiningar