Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Hisense þvottavél og þurrkari HWD3S1X614
HWD3S1X614









Hisense þvottavél og þurrkari HWD3S1X614
HWD3S1X614Hisense HWD3S1X614 er fullkomin lausn fyrir þá sem vilja sameina þvott og þurrkun í einu tæki. Þessi 10,5 kg þvottavél með 6 kg þurrkhæfni er búin nýjustu tækni eins og Pure Steam til djúphreinsunar og bakteríueyðingar, sem tryggir mjúkan og straufrían þvott. Með LED snertiskjá er einfalt að velja rétt kerfi og fylgjast með ferlinu. Einnig fylgir orkunotkunareftirlit í gegnum ConnectLife appið, sem hjálpar þér að fylgjast með neyslu. "Pause & Add" auðveldar að bæta við flíkum eftir að ferli hefur hafist, og „Delay End“ leyfir þér að skipuleggja þvottinn á hagstæðum tíma.
Kerfi
Þvottavélin er með mörg hentug kerfi sem tryggja að fötin verði meðhöndluð rétt. Hægt er að velja gufukerfi, ullarkerfi og fleira.
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofaná. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.
Viðhald
Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakamikið umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni.
ATH! Þarf að hafa það í huga að reglulega þarf að þrífa tromluna sem kemur í veg fyrir vonda lykt og myglu. Nóg er að sótthreinsa tromluna með því að stilla vélina tóma á 85-90 gráða þvott.