Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Huawei Band 10 snjallúr - Bleikt
NORAB19FPIN


Huawei Band 10 snjallúr - Bleikt
NORAB19FPINLitur: Bleikur
Huawei Band 10 er glæsilegt og fjölhæft snjallúr sem sameinar nútímalega hönnun og öfluga heilsu- og líkamsræktareiginleika. Með 1,47" AMOLED snertiskjá og léttri og þægilegri ól er úrið fullkomið fyrir daglega notkun jafnt sem krefjandi æfingar.
Helstu eiginleikar:
- 1,47" AMOLED snertiskjár fyrir skýra og skarpa mynd
- Innbyggður púlsmælir og SpO2 mæling fyrir betri heilsuyfirsýn
- 5 ATM vatnsheldni, hentugt í sund og rigningu
- Bluetooth tenging og stuðningur við Huawei Health appið
- Allt að 14 daga rafhlöðuending (8 daga mv. meðalnotkun) og hraðhleðsla á 45 mínútum
Heilsumælingar
Úrið fylgist með hjartslættinum þínum allan daginn og mælir súrefnismettun í blóði (SpO2). Með TruSleep svefnmælingu færðu innsýn í svefnmynstrið þitt og getur bætt svefngæði með tímanum. Þú færð einnig viðvaranir ef púls eða SpO2 fara út fyrir eðlileg mörk.

Æfingaaðstoð og greining
Hvort sem þú ert byrjandi eða vanur íþróttamaður, þá aðlagar Band 10 snjallúrið sig að þínum þörfum. Það býður upp á fjölbreyttar æfingastillingar, þar á meðal hlaupagreiningu með RAI (e. Running Ability Index), VO2Max (e. Maximum Volume of Oxygen) og þjálfunarálag. Þú færð skýra yfirsýn yfir framfarir þínar og getur hámarkað árangur.
Sundmælir og umhverfisupplýsingar
Ólin er vatnshelt niður á 50 metra og hentar því vel í sund. Það greinir sundtækni, telur takta, lengdir og brenndar hitaeiningar.

Samskipti og tilkynningar
Vertu tengdur án þess að taka upp símann. Úrið sýnir tilkynningar um símtöl, skilaboð, tölvupóst og samfélagsmiðla. Þú getur jafnvel svarað símtölum og skilaboðum beint úr úrinu).
Langlíf rafhlaða og hraðhleðsla
Með 180 mAh rafhlöðu endist úrið allt að 14 daga við létta notkun og 8 daga við daglega notkun. Hleðsla tekur aðeins 45 mínútur, svo þú getur einbeitt þér að hreyfingu frekar en hleðslu.
