Keychron V1 MAX RGB þráðlaust lyklaborð - brúnir rofar
KC1246






Keychron V1 MAX RGB þráðlaust lyklaborð - brúnir rofar
KC1246Keychron V1 MAX þráðlausa lyklaborðið hefur allt sem atvinnumaður þarf. Fjölbreytta tengimöguleika ásamt 2,4 GHz þráðlausri tengingu og snúrutengingu gefur þér mikinn sveigjanleika, 75% lyklaborð og þéttingarsamsetningin gera innslátt einfaldan og hljóðlátan. Innslátturinn þinn er lesinn nánast samstundis með allt að 1000 Hz uppfærslutíðni (í þráðlausri stillingu) og Gateron Jupiter Brown rofarnir eru bæði þægilegir og auðvelt er að skipta þeim út fyrir aðra.
Gateron Jupiter Brown rofar
Njóttu mjúkrar tilfinningar Gateron Jupiter Brown rofanna eða skiptu þeim auðveldlega út fyrir aðra. Lyklaborðið styður bæði 3-pinna og 5-pinna MX mekaníska rofa, svo þú getur skipt um þá án þess að lóða.
Hönnun
Lyklaborðið er hannað til að taka minna pláss á skrifborðinu þínu, á meðan þéttingarsamsetningin gerir innsláttinn almennt þægilegri. Að auki eru PBT takkahetturnar með OEM-formi til að halda óhreinindum í burtu í allt að 80 milljón áslætti.
Tenging
Með bæði snúru- og þráðlausri tengingu geturðu annaðhvort notað Bluetooth 5.1 til að tengjast allt að þremur tækjum samtímis, eða tengst með 2,4 GHz þráðlausum sendi og notið allt að 1000 Hz uppfærslutíðni fyrir ofurlitla merkjatöf.
Sérstakir takkar
Ólíkt flestum lyklaborðum kemur V1 MAX með fullkomlega sérhannaðan snúningshnapp. Stilltu hann fyrir hljóðstyrk, aðdrátt, skrun og fleira.
RGB-lýsing
Takkarnir eru með RGB-lýsingu með allt að 15 mismunandi stillingum. Hver takki er upplýstur með ljósi sem snýr að notandanum svo ljósin geti bæði skapað réttu stemninguna og virkað sem baklýsing við innslátt.
Hugbúnaður
Ekkert atvinnulyklaborð væri fullkomið án fullrar sérstillingar, svo þú getur að sjálfsögðu notað QMK og VIA með V1 MAX. Stilltu allt frá fjölskipunum, baklýsingu, uppsetningu og margt fleira.
Rafhlöðuending
Með allt að 225 klukkustunda rafhlöðuendingu (án baklýsingar) þarftu ekki einu sinni að hugsa um að hlaða í gegnum vinnu- eða leikjatörnina.
Fleiri eiginleikar
-
Samhæft við PC, macOS, Android og iOS
-
PCB-skrúfaðir jafnvægisarmar
Í kassanum
-
Fullsamsett lyklaborð með:
-
Plasthulstri
-
PCB
-
PC-plötu
-
Hljóðdempandi froðu
-
Fjögur sett af jafnvægisörmum
-
Eitt sett af takkahettum (PBT Double-shot)
-
Eitt sett af rofum
-
Type-C í Type-C snúra
-
Type-A í Type-C millistykki
-
Framlengingarmillistykki fyrir móttakara
-
Type-A 2,4 GHz móttakari
-
Type-C 2,4 GHz móttakari
-
Takkahettutogari
-
Rofatogari
-
Skrúfjárn
-
Sexkantslykill
-
Notendahandbók