Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Lenovo Legion T5 leikjaturn
LE90RC019FMWUppselt




Lenovo Legion T5 leikjaturn
LE90RC019FMWLenovo Legion T5 leikjaturninn veitir þér allt sem þú þarft til að stökkva í nýjan heima leikja, með öflugum AMD örgjörva og kröftugu Nvidia skjákorti. Hraða SSD drifið styttir biðtíma svo leikir og svæði eru fljótari að ræsast.
Örgjörvi
AMD Ryzen 7 örgjörvinn er með átta kjarna og getur nýtt tvo þræði á hvern kjarna sem veitir frábæra frammistöðu í fjölverkavinnslu. Þetta hentar sérstaklega fyrir leikjastreymi. Ef þörf er á, getur örgjörvinn farið í allt að 4,6 GHz hraða fyrir kröfuharða leiki. Hann er studdur af hröðu 16 GB DDR4 vinnsluminnni.
Skjákort
Nvidia GeForce RTX 3070 skjákortið er með 8 GB af sérhæfðu vinnsluminni og er byggt á næstu kynslóðar Ampere arkítektúr sem er hannað til að ráða við væntanlega leiki. Kortið er talsvert afkastameira en fyrri kynslóðir og birtir fleiri ramma, betri myndgæði og notar minni orku. Með Ray Tracing tækni sérðu raunverulegri ljósgeisla en áður.
Geymslurými
1 TB M.2 PCIe NVMe SSD drif ræsir stýrikerfi, forrit og leiki á svipstundu þannig að biðin er nánast engin við ræsingu á tölvunni og á leikjum. Einnig er 2 TB HDD drif fyrir stærri gögn eða leiki sem þú spilar sjaldnar.
HDMI tengi
HDMI 2.1 út er í boði á skjákortinu svo hægt sé að tengja tölvuna við sjónvarp eða skjávarpa fyrir afbragðs gæði við áhorf.
Tengimöguleikar
- 1x USB-C 3.2 Gen 2
- 4x USB-A 3.2 Gen 1
- 2x USB-A 2.0
- 1x HDMI 2.1, 3x DisplayPort 1.4a
- Wi-Fi 6, Gigabit Ethernet LAN, Bluetooth 5.1
- 1x sambyggt heyrnartóla- og hljóðnematengi
- 1x hljóðnematengi
- 1x line-in
- 1x line-out
Aðrir eiginleikar
- Windows 11 Home 64-bit
- 650 W aflgjafi