Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
LG þvottavél FV34JNS0A1
Farðu vel með þvottinn þinn með LG þvottavél FV34JNS0A1. Afkastamikil vél með 11 kg þvottagetu, fjölhæfu úrvali af kerfum og tímaræsingu á kerfum. Einnig er þvottavélin með Direct Drive mótor og gufukerfi sem dregur úr krumpum og fjarlægir allt að 99,9% af öllum ofnæmisvöldum.
11 kg þvottageta
Tilvalið fyrir fjölskyldur með börn og/eða marga á heimilinu sem vilja þvo sem mest á stuttum tíma.
Kerfi
Sjá til þess að allar gerðir þvotts sé þrifinn á réttan hátt með góðu úrvali gagnlegra kerfa á borð við silkikerfi, útifatnaðarkerfi og Quick Express hraðkerfi þegar tíminn er á þrotum.
Tímaræsing á kerfi
Hægt er að tímastilla þegar óskað er eftir að þvottakerfi fari af stað. Tilvalið er að nota tímaræsingu ef þú vilt að vélin fari í gang þegar þú ert í vinnu eða skóla og verður þá nýbúin þegar þú kemur heim.
DirectDrive mótor
Tækni sem getur hreyft trommluna á 6 mismunandi vegu og fer því einstaklega vel með þvottinn.
Gufukerfi
Gufukerfi fjarlægir 99.9% af ofnæmisvöldum með því að bæta við gufu í þvottaferlið sem gerir þvottinn enn hreinni.
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofaná. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.
Viðhald
Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakamikið umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni.
ATH! Þarf að hafa það í huga að reglulega þarf að þrífa tromluna sem kemur í veg fyrir vonda lykt og myglu. Nóg er að sótthreinsa tromluna með því að stilla vélina tóma á 85-90 gráða þvott.