Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Miele þvottavél WEG895 - Hvít
WEG895WCS














Miele þvottavél WEG895 - Hvít
WEG895WCSMiele WEG895 þvottavélin er hágæða heimilistæki sem hentar jafnt fyrir smærri sem stærri heimili og tryggir áreiðanlega og skaðlausa meðhöndlun á fatnaði. Þvottavélin er með 9 kg tromlu og 1400 snúninga á mínútu.
Snjöll og sjálfvirk tækni
Með TwinDos kerfinu skammtar vélin sjálfkrafa rétt magn af þvottaefni eftir þyngd og tegund þvotts. Þetta tryggir ekki aðeins betri þvott heldur verndar einnig efni fatnaðarins og lengir líftíma hans.
Gufutækni fyrir minnai straujun
SteamCare dregur úr hrukkum og óæskilegri lykt, sem þýðir að þú þarft sjaldnar að strauja og fötin haldast fersk lengur. Sérstök gufuáætlanir gera þér kleift að fríska upp fötin á fljótlegan og vatnssparandi hátt.
Fjölbreytt þvottakerfi
Þvottavélin býður upp á fjölbreytt þvottakerfi, þar á meðal Ullarflíkur, bómull, sportfatnað, viðkvæman þvott eða hraðkerfi sem þvær á aðeins 49 mínútum.
Honeycomb-tromla: Sérhönnuð tromla sem myndar þunnt vatnslag milli tromlu og þvottar, sem gerir að verkum að fötin renna mjúklega yfir yfirborðið og minnkar slit og núning.
Miele@home
Með Wi-Fi tengingu og Miele@home smáforritinu er hægt að stjórna þvottavélinni með snjallsíma eða spjaldtölvu, sem eykur þægindi og sveigjanleika í daglegu lífi
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofan á. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.
Viðhald
Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakt umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni.
Ath. Þarf að hafa það í huga að reglulega þarf að þrífa tromluna sem kemur í veg fyrir vonda lykt og myglu. Nóg er að sótthreinsa tromluna með því að stilla vélina tóma á 85-90 gráða þvott.