Nedis SmartLife reykskynjari
WIFIDS21WT













Nedis SmartLife reykskynjari
WIFIDS21WTReykskynjari sem lætur vita með háværu hljóði og tilkynningu beint í snjallsímann ef hann skynjar reyk eða mikla hitasöfnun. Tækið er einfalt í uppsetningu en það tengist beint við WiFi og þarfnast ekki tengistöðvar. Til að auka öryggi er hægt að tengja reykskynjarann við ljósaperu t.d. sem kviknar á til að lýsa upp útgönguleiðir ef kerfið fer í gang.
Nedis SmartLife
Nedis hefur margs konar snjallvörur í boði, t.d. ljósaperur, innstungur, skynjara og myndavélar sem hægt er að stjórna í gegnum SmartLife snjallforritið. Raddstýring er studd í gegnum Amazon Alexa og Google Home.
Eiginleikar
- Prufu- og pásutakki
- Líftími skynjara: 10 ár
- Allt að 24 mánaða rafhlöðuending
- Þolir -10 til 50°C hitastig
- 1x CR123A rafhlaða innifalinn
- Skrúfur og límteip fylgja með
- 85 dB viðvörunarhljóð