Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
OnePlus 12R 5G 256/16GB snjallsími - Svartur
OnePlus 12R 5G snjallsíminn er með öflugan Snapdragon 8 Gen 2 örgjörva, 6,78" 120 Hz AMOLED skjá, þrjár myndavélar, 5500mAh rafhlöðu, 100W hraðhleðslu og IP64 ryk- og vatnsvörn.
Snertiskjár
OnePlus 12R 5G er með 6,78" AMOLED snertiskjá með 2780 x 1264 pixla upplausn og styður HDR10+. Skjárinn er með góða litanákvæmni, djúpa svarta liti og 120 Hz endurnýjunartíðni. Háa endurnýjunartíðnin veitir stöðuga áhorfs upplifun, sem er sérstaklega áberandi þegar þú ert að skoða skjöl, samfélagsmiðla og við leikjaspilun. Snertiskjárinn er með stillingu fyrir lestur ásamt nætur stillingu sem síar bláa ljósið og er með öflugt Gorilla Glass Victus 2 gler.
Myndavélar
Fangaðu mikilvægu augnablikin með þremur glæsilegum myndavélum. 50 MP aðalmyndavélin er með f/1,8 ljósop, sem gefur þér skarpar og nákvæmar myndir, jafnvel í takmarkaðri birtu. Aðalmyndavélin er einnig með optical image stabilization sem heldur myndum og myndböndum lausum við hristing og óskýrleika á meðan þú ert á hreyfingu. 8 MP myndavélin nær öllum hópnum á myndina og tekur frábærar landslagsmyndir. Auk þess getur þú tekið glæsilegar nærmyndir með 2 MP macro myndavélinni. Sjálfumyndavélin er með 32 MP upplausn og f/2.4 ljósopi.
Vinnuhæfni og geymsla
Síminn er með öflugan átta kjarna Qualcomm Snapdragon 8 Gen 2 örgjörva með 5G stuðning og er studdur af 16 GB vinnsluminni sem gerir þér kleift að gera marga hluti í einu og spila kröfuharða leiki. Síminn er með 256 GB geymslupláss.
Rafhlaða og hleðsla
OnePlus 12R 5G er með 5500 mAh rafhlöðu sem styður 100 W SUPERVOOC hraðhleðslu sem að getur veitt hleðslu fyrir daginn á aðeins nokkrum mínútum. 100 W hleðslan hleður símann frá 1-100% á innan við 30 mínútum.
Aðrir eiginleikar
- Dual-Sim: NanoSim
- IP64 ryk- og vatnsvörn
- WiFi 7 (802.11be), WiFi Direct
- Bluetooth 5.3
- NFC fyrir snertilausar greiðslur
- Staðsetningartækni: GPS, GLONASS, Beidou, Galileo og QZSS
- Fingrafaralesari
- Notendavæn tilkynningastika