Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Philips 55" OLED807 OLED sjónvarp (2022)
Gerðu kvikmyndakvöldin einstök með Philips 55" OLED 807 4K UHD snjallsjónvarpinu með fjögurra hliða Ambilight lýsingu. Með HDMI 2.1 tengi og VRR fyrir leikjatölvur.
OLED
OLED (Organic Light Emitting Diodes) sjónvarp er ný gerð af skjá með frábærum myndgæðum á mun þynnri skjá en á t.d. LCD og Plasma. Dýpstu dökku litir sem eru í boði en einnig raunverulegasta litróf sem aðeins OLED skjár getur gefið kost á.
Ambilight tækni
Sjónvörpin frá Philips eru frábrugðin öðrum sjónvörpum í sama flokki með sinni einstöku Ambilight tækni. Sjónvarpið þriggja hliða Ambilight sem magnar upp skjálýsinguna með því að varpa ljósi frá þremur hliðum sjónvarpsskjásins á vegginn í kringum hann. Ambilight tæknin samhæfir sig við liti skjásins til að gera sjónvarpsupplifunina þægilegri og blandar sjónvarpinu betur við umhverfið.
P5 AI Perfect Picture Engine
Fjórðu kynslóðar tveggja kjarna P5 örgjörvinn með 5000PPI notar gervigreind til að gera myndefnið skarpara og getur bætt römmum inn á milli til að gera hreyfingar fallegri. Gervigreindin getur greint náttúru, andlit, hreyfingar, myrkur og fínstillir allt á skjánum í rauntíma. Allt þetta gefur djúpari svarta liti, ljósari hvíta og náttúrulegri litbrigði í hærri gæðum.
Dolby hljómur og mynd
Fáðu kvikmyndahúsaupplifun heima með Dolby Vision og Dolby Atmos. Dolby Vision tryggir raunveruleg myndgæði og skarpa liti og með Dolby Atmos umlykur hljómurinn þig svo þú ert kominn beint inn í myndefnið.
Android stýrikerfi
Stýrikerfi sjónvarpsins er Android TV. Þú færð greiðan aðgang að alls kyns netforritum (e.apps), þar á meðal Sjónvarpi Símans, beint í gegnum sjónvarpið og einnig uppástungum byggt á þínum aðgang inn á Google Play. Með þessum uppástungum er líklegra að meiri tími fari í að njóta skemmtunarinnar frekar en að leita hennar, hvort sem um ræðir kvikmyndir, myndbönd, tónlist, leikir og margt fleira.
Fyrir leikjaspilara
Spilaðu tölvuleiki í sjónvarpinu með frábærum hljóm og myndgæðum. Sjónvarpið er með HDMI 2.1 tengimöguleika, lágan biðtíma og Variable Refresh Rate (VRR) stuðning fyrir hasarleiki.
Fjölrými með DTS Playi-FI
DTS Play-FI geirrr þér kleift að tengja Philip TV snjallsjónvarpið við samhæfa hátalara á heimilinu. Með þessum eiginleika er til dæmis hægt að fá sér snarl í eldhúsinu á meðan þú hlustar á fréttir, eða tengt sjónvarpið við snjallsíma með Bluetooth tengingu og streymt tónlist sem heyrist í hverju herbergi í gleðskap.