Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Philips 65" PUS7009 LED sjónvarp (2024)
Með frábærum mynd- og hljómgæðum og fallegri hönnun er Philips 65" PUS7009 UHD snjallsjónvarpið frábær viðbót við hvert heimili. 4K UHD myndgæði bjóða upp á nánast fullkomna áhorfsupplifun og HDR tæknin býður upp á litríka og raunverulega liti. Pixel Precise Ultra HD örgjörvinn sér til þess að myndefnið njóti sín sem best. Sjónvarpið kemur með nýja Titan OS fyrir meiri afþreyingu.
Pixel Precise Ultra HD örgjörvi
Pixel Precise Ultra HD örgjörvinn sér til þess að yfir 8 milljón pixlar virki í fullkomnu samræmi og veitir þér skýr og nákvæm myndgæði. Niðurstaðan er sú að svartir litir verða enn dýpri og ljósir litir enn bjartari. Með náttúrulegri litum eykur tækið upplifun þína á öllu myndefni, frá íþróttum, yfir í bíómyndir og allt þar á milli.
Litríkir HDR litir
HDR eykur birtuskil myndarinnar umtalsvert. Það þýðir að munur milli birtustiga er greinilegri og litir eru líflegri og náttúrulegri.
4K/UHD upplausn
4K/UHD upplausn (3840x2160) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920x1080) auk UHD uppskölunar á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit að hverju sinni og í sameiningu framkalla pixlarnir mynd á skjáinn. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.
Dolby hljóð og mynd
Dolby Vision og Dolby Atmos veita þér raunverulega heimabíó upplifun. Dolby Vision gefur þér skæra og raunverulega liti á meðan Dolby Atmos bætir hljómgæðin og lætur þér líða eins og þú sért í þínum eigin einkakvikmyndasal heima.
Titan OS
Titan OS er stýrikerfi sem gefur þér greiðan aðgang að heilum heim skemmtunar. Hægt er að finna helstu streymisveitur ásamt leikjum, snjallforritum og fleira.
Hannað fyrir leiki
Með Auto Low Latency Mode kveikir sjónvarpið sjálfkrafa á leikjaham til að stytta viðbragðstíma og bæta leikjaupplifun. Njóttu HDR leikja án stama og hika með Variable Refresh Rate tækni.
Uppsetning
Ertu ekki viss hvar á að setja nýja sjónvarpið? Við eigum mikið úrval af veggfestingum sem geta hjálpað þér að finna það sem hentar þér og þínu heimili. Fótur fylgir sjónvarpinu.
Snúrur og fylgihlutir
Ef þú ætlar að tengja sjónvarpið við afruglara, leikjatölvu eða heimabíó þarf að passa að réttu snúrurnar eru til staðar. Þú finnur hljóð- og myndsnúrur í ELKO.