Samsung 49" Odyssey G91F boginn leikjaskjár
SAMLS49FG916EU









Samsung 49" Odyssey G91F boginn leikjaskjár
SAMLS49FG916EUSamsung Odyssey G91F er 49" boginn VA-skjár sem býður upp á einstaka sjónræna upplifun fyrir leikjaspilun. Með 32:9 myndhlutfalli og 5K Dual QHD upplausn (5120 x 1440) færðu ótrúlega vítt sjónsvið sem jafnast á við tvo hefðbundna skjái hlið við hlið.
Endurnýjunartíðni
Skjárinn er með 144 Hz endurnýjunartíðni og 1ms viðbragðstíma sem tryggir raunverlulega leikjaupplifun, en myndin endurnýjast allt að fjórum sinnum oftar en á hefðbundnum tölvuskjá.
AMD Freesync
Tækni sem samvinnur endurnýjunartíðni skjásins og skjákortsins til að minnka líkur á hökti.
Helstu eiginleikar:
- 5K Dual QHD upplausn – Skýr og nákvæm mynd með miklum smáatriðum, tilvalið fyrir leikjaspilun og vinnu.
- 1000R sveigja – Skjárinn umlykur sjónsviðið og eykur upplifunina, dregur úr augnþreytu og bætir einbeitingu.
- 144Hz endurnýjunartíðni og 1ms svartími – Slétt og tafarlaus viðbrögð sem henta sérstaklega vel í hraðvirkum leikjum.
- AMD FreeSync Premium – Samhæfir skjá og skjákort til að koma í veg fyrir myndbrot og hik.
- HDR600 – Dýpri svartir tónar og bjartari hvítir fyrir betri birtuskil og raunverulegri mynd.
- VESA festing (100x100) - gerir auðvelt að festa skjáinn á vegg eða á arma
Frábær tengimöguleikar
Skjárinn er með tveimur HDMI 2.1 tengjum og einu DisplayPort 1.4, Einnig fylgja tveir USB-A 2.0 tengi fyrir aukabúnað. Skjárinn er hæðarstillanlegur og hallanlegur með snúningsmöguleika.
Orkunotkun og umhverfisáhrif
Skjárinn er í orkuflokk G með orkunotkun upp á 45 kWh á 1000 klst. í venjulegri notkun og 118 kWh í HDR-ham. Skjárinn hefur fengið silfurvottun frá EcoVadis fyrir samfélagslega ábyrgð.