Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung 75" QN85B NeoQLED sjónvarp (2022)
Fegurð og ofur-skörp mynd með nákvæmum litum og frábærum birtuskilum finnst allt í Samsung 55" NeoQLED QN85B snjallsjónvarpinu. Quantum Dot tækni, öflugur örgjörvi með 4K uppskölun og Quantum HDR verður allt til þess að myndefnið hreinlega lifnar við á skjánum. 14-bita vinnslan gefur ótrúlega nákvæmni í litum þar sem aðal áherslan er sett á fleiri smáatriði og lifandi liti. Öflugt Dolby Atmos hljóð er fullkomin viðbót við myndina og snjallstýrikerfið Tizen veitir aðgang að streymisþjónustum og snjalltengingum.
Quantum Matrix tækni
Mini LED tæknin sem finnst í NeoQLED veitir áhrifamikinn styrk með ofureinbeittu ljósi og epískri svertu. Þessi nýstárlega og framsækna tækni er keyrð af öflugum örgjörva og veitir framúrskarandi 4K myndgæði.
Samsung Neo Quantum Processor 4K
Örgjörvinn er keyrður af gervigreind sem greinir myndefnið á skjánum og notar djúptauganet til þess að aðalaga birtustig, birtuskil, skerpu og fleira að því sem er að gerast. Örgjörvinn getur einnig skalað myndefni upp í 4K gæði, þrátt fyrir að vera upprunalega í lægri myndgæðum.
4K/UHD upplausn og 100% litabrigði (Color Volume)
4K/UHD upplausn (3840x2160pix) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920x1080). Einnig færðu bestu mögulegu gæðin núna með UHD uppskölun á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit að hverju sinni og saman verður til mynd. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri. 100% Color Volume í bland við Quantum dots tryggir að þú fáir réttustu og bestu litina í hvert skipti.
Supreme UHD dimming
Sjónvarpið skannar hvert dimmingarsvæði fyrir sig og aðlagar myndina til þess að veita dýpri svartan og skarpari hvítann lit. Þessi tækni hjálpar til við að útiloka blæðingu milli lita, sem veitir þér kristaltær myndgæði.
Quantum HDR 24x
Quantum HDR (High Dynamic Range) 24x er tækni sem notfærir sér alla eiginleika HDR tækninnar og endurbætir þá. Litatónar sem sýna dökk svæði á myndinni í enn dekkri gæðum og bjartari litir verða enn bjartari, sem gefur raunverulegri mynd í fleiri litbrigðum og tónum.
Object Tracking hljómur
Með sex innbyggðum hátölurum eltir hljóðið viðfangsefnið á skjánum. Með þessari tækni getur þú upplifað þrívítt hljóð sem dregur þig enn dýpra ofan í myndina og veitir þér raunverulegra hljóð. Gervigreind í tækinu sér einnig til þess að greina umhverfishljóð í kringum þig og aðlaga hljóðstyrkin að því.
EyeComfort hamur
EyeComfort sér til þess að myndin sé alltaf sem best, en hamurinn minnkar framköllun blárra ljósa og aðalgar birtuskil og birtu eftir ljósmagninu í herberginu sem tækið er í. Þetta tryggir jafngóð myndgæði hvort sem þú sért að horfa á tækið í hádeginu eða um miðja nótt.
Tizen
Tizen snjallkerfið, fyrir nettengingu og tengingu við netforrit. Hannað til að einfalda aðgengi að uppáhalds efninu í Samsung sjónvarpinu þínu. Uppáhalds tónlistin, myndirnar, seríur og samfélagsmiðlar eru fáanleg með nokkrum smellum á fjarstýringunni.
Öflug leikjaspilun
Með Motion Xceleration Turbo +, 120 Hz endurnýjunartíðni og lágum viðbragðstíma í 4K getur þú hreinlega rústað í leikjunum sem þú spilar. AMD FreeSync Pro bætir upplifunina enn frekar með enn lægri viðbragðstíma og HDR stuðning. Þú getur valið á milli þess að spila í 21:9 eða 32:9 stærðarhlutföllum.
Eiginleikar
- Ambient Mode +
- Samsung Q-Symphony
- Samsung Multi View
- Snjallheimili með SmartThings