Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung 77" S95D OLED sjónvarp (2024)
Samsung 77" S95D OLED sjónvarpið færir næstu kynslóðar mynd- og hljómgæði á heimilið. Með OLED skjátækninni, NQ4 AI Gen 2 örgjörva, Dolby Atmos og fjölda eiginleika fyrir mynd, hljóð og leiki er S95D afbragðs kostur.
OLED tækni
OLED sjónvörp eru með frábær myndgæði og mun þynnri en LCD sjónvörp. Tæknin býður upp á einstaklega djúpa dökka liti og litróf sem aðeins OLED skjár getur gefið kost á.
4K/UHD upplausn
4K/UHD upplausn (3840x2160) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920x1080) auk UHD uppskölunar á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit að hverju sinni og í sameiningu framkalla pixlarnir mynd á skjáinn. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.
NQ4 AI Gen 2 örgjörvi
Nýjasta tækni Samsung notar 20 gervigreindar knúin kerfi (e. Neural Networks) til að fínstilla hljóð og mynd. Örgjörvinn hámarkar birtustigið sjálfkrafa, eykur birtuskil, gerir raddir skýrari miðað við önnur bakgrunnshljóð og hækkar upplausnina í ótrúleg 4K myndgæði.
OLED HDR Pro
OLED HDR Pro tæknin tryggir nákvæmari og raunsærri liti og meiri birtuskil. Dynamic Tone Mapping tryggir að þú missir ekki af einu smáatriði. Matte áferð sjónvarpsins tryggir að þú getir horft þægilega á sjónvarpið frá hvaða sjónarhorni sem er.
Dolby Atmos
Háþróuð Dolby Atmos tækni er með 2 + 2 rása hátalarakerfi sem leikur raunverulega eftir hvaðan hljóðin berast, hvort sem það eru hvísl eða hávaðasamar sprengingar.
Tizen stýrikerfi
Tizen snjallkerfið er fjölhæft, fljótt og notendavænt. Tizen veitir þér mörg mismunandi snjallforrit (e. apps), hannað til að einfalda aðgengi að uppáhalds efninu í Samsung sjónvarpinu þínu. Uppáhalds tónlistin, myndirnar, seríur og samfélagsmiðlar eru fáanleg með nokkrum smellum á fjarstýringunni.
Leikjaeiginleikar
Uppfærðu leikinn og fáðu mjúkar hreyfingar með AMD FreeSync Premium Pro og Motion Xceleration tækni sem fínstillir hreyfingar á milli ramma í rauntíma og styður allt að 144 Hz endurnýjunartíðni. Með Auto Low Latency Mode skiptir sjónvarpið sjálfkrafa í leikjaham til að lágmarka innsláttartöf og bætir viðbragðstíma. Variable Refresh Rate tæknin gerir þér kleift að njóta leikja í HDR gæðum án hika né tafa.
Aðrir eiginleikar
- Smart Hub
- SmartThings
- Infinity One hönnun
- Raddstýring
- One Connect Box
- Google Meet
- Mobile Tap Mirroring
- Ambient Mode+
- Microsoft 365