Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung Family Hub tvöfaldur kæli- og frystiskápur - Stál
Family Hub er glæsilegur kæli- og frystiskápur frá Samsung þar sem tæknin skipar lykilhlutverk. Þessi skápur er með snertiskjá og WiFi tengingu. Hægt er að taka við og senda skilaboð, skoða veðurspá, taka myndir af innihaldi skápsins og senda í síma og margt fleira.
Innrétting
Kælirýmið er 396 lítra í rúmmál og gefur þér nóg pláss fyrir matvörurnar þínar. Family Hub skápurinn er fullkominn fyrir stórar fjölskyldur.
Full HD skjár
Hjá mörgum er skápurinn hjartað í eldhúsinu og þess vegna er tilvalið að hafa á honum dagatal, skilaboð og myndir. Hægt er að tengja skápinn við snjallsíma og nota SmartThings snjallforrit til að nýta sér að fullu allt sem skjárinn hefur upp á að bjóða.
Innbyggð myndavél
Þrjár innbyggðar myndavélar gefa þér möguleika að skoða innihald ísskápsins þegar þú stendur út í verslun með snjallsímann þinn. Þú getur einnig fylgst með gildistímum og stillt á skilaboð þegar matvæli eru að renna út.
Klaka- og vatnsvél
Innbyggð klakavél og vatnsvél er á ísskápnum. Með vatnsvélinni er hægt að fylla á eitt og eitt glas, en einnig fylgir kanna með. Klakavélin er staðsett í vinstra hólfi í frystinum.
WiFi
Skápurinn er með möguleika á WiFi tengingu og ef þú átt t.d. Samsung snjallsjónvarp 6400 línuna (2015) eða nýrra getur þú speglað myndefni frá sjónvarpinu yfir á skjáinn og horft á sjónvarpið í ísskápnum, eða kastað mynd af snjallsíma á skjáinn.
Frystihólf
Frystir er 250 lítra og er vel innréttaður, með skúffum og hillum í hurð.