Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung Galaxy S25 Ultra 256GB snjallsími - Blár
SMS938256BLU


















Samsung Galaxy S25 Ultra 256GB snjallsími - Blár
SMS938256BLU
Samsung Galaxy S25 Ultra 256GB snjallsími
Samsung Galaxy S25 Ultra er fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Myndavélin er nú með brautryðjandi notkun á gervigreind og enn betri vélbúnað fyrir betri aðdrátt og aukin gæði. Að vanda er Galaxy S25 Ultra með innbyggðan S-penna sem er vatnsvarinn samkvæmt IP68-vottun.
Snjallari með Galaxy AI
S-línan brýtur blað með framúrstefnulegri nýtingu gervigreindar til þess að auk a notagildi tækjanna m.a. með rauntímaþýðingum milli tungumála og enn betri ljósmyndum og myndskeiðum.
Tungumálaþýðing í beinni.
Fáðu beina tungumálaþýðingu í næsta símtali þínu. Galaxy AI hjálpar þér að eiga samskipti í síma á öðrum tungumálum. Bein þýðing virkar einnig í skilaboðum.
*Þýðing í beinni (e. Live Translate) krefst nettengingar og Samsung reikningsinnskráningar. Þýðing í beinni er aðeins fáanlegt í foruppsettu Samsung símaforritinu. Ákveðin tungumál gætu krafist tungumálapakka til að sækja. Íslenska er ekki í boði í beinni þýðingu en þú getur t.d. látið þýða spænsku yfir í ensku.
Hjálparkokkur
Sástu girnilegan rétt? Taktu mynd og spurðu símann hvaða réttur er í myndinni. Síminn svarar og getur bætt uppskriftinni í uppskriftasafnið þitt ásamt því að geta mælt með víni sem parast vel með réttnum.
Dragðu hring um það, finndu það, einfalt og fljótlegt
Leitaðu á nýjan máta með ‚Circle to Search með Google‘. Taktu mynd, settu hring utan um viðfangsefnið og leitaðu á Google. Þetta er ný sjónræn leið til að finna það sem þú ert að leita að.
Gervigreindin les úr hljóðupptökum
Tilbúin/n fyrir þinn eigin persónulega aðstoðarmann? Taktu upp hljóð og Galaxy Al mun skrifa það niður, umbreyta því í texta, og búa til útdrátt. Gervigreindin getur meira að segja séð um að þýða tungumál.
Myndvinnsla með AI
Nýttu þér töfra AI myndvinnslu. Nú getur þú fullkomnað myndirnar þínar áreynslulaust og tryggt að hver ljósmynd fær að skína skært. En það er ekki allt, þú getur líka breytt bakgrunni og látið óæskilega hluti hverfa ásamt því að tryggja að enginn er að blikka augunum þegar þú tekur hópmynd.
Myndavélin
Myndavélin í Galaxy S25 Ultra er samansett úr fjórum myndavélum; 200Mp Wide-angle, 50MP Ultra Wide, 50MP 5x optical zoom + 100x Space Zoom og 10Mp 3x Optical zoom. Auk þess hjálpar gervigreindin að betrumbæta myndgæði. Einnig er S25 Ultra með besta Quad Tele aðdrátt hingað til, þú getur núna notað 2x, 3x og 5x með Optical Quality aðdrætti.
Taktu flottar myndir og myndbönd óháð birtuskilyrðum
Taktu bjartar, litríkar, skýrar myndir og myndbönd, jafnvel í myrkri með AI ISP. Andlitsmyndir eins og þig hefur dreymt um og fáðu skýrar myndir með 2x eða jafnvel 3x aðdrátti. Hver fjarlægð getur verið eins skýr og dagur, þó það sé tæknilega nótt.
Hveru langt viltu ná?
Farðu úr 1x í 2x eða jafnvel 3x. AI heldur myndunum skörpum, skýrum og með góðum gæðum, án þess að tapa miklum smáatriðum.
Innbyggður S-Pen
Glósaðu á skjáinn hvenær sem er eða nýttu pennann til að fínpússa myndefnið þitt áður en þú deilir því. S Penninn hefur marga eiginleika upp á að bjóða og virkar bæði sem penni og pensill sem opnar á nýjar leiðir til þess að skapa.
Titanium brynja
S25 Ultra er sterkbyggður með Titanium ramma.
Krafturinn
Gríðarlega öflugir örgjörvar tryggja mjúka og kraftmikla vinnslu S25 Ultra hvort sem er í leik eða starfi.
Geta og afl síma ræðst af mörgum þáttum. Samsung Galaxy S25 Ultra er keyrður á Snapdragon 8 Elite fyrir Galaxy, hraðasti og öflugasti örgjörvi í Samsung hingað til. Meiri afkastageta og styttri svartímar. En það er ekki bara örgjörvinn sem gerir þennan síma hraðan og öflugan, hann er einnig með 12GB vinnsluminni og stillingar á forritum hjálpa við að gera símann öflugri.