Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung Galaxy Watch5 Pro snjallúr 45 mm LTE - Silfurgrátt
Láttu mig vita
Skráðu þig inn til að fá tilkynningu þegar þessi vara er komin aftur á lager.
Samsung Galaxy Watch5 Pro er tilvalið úr fyrir þá sem þurfa bæði kröftugt og endingargott úr. Úrið er útbúið einstaklega skýrum 1,4" Super AMOLED snertiskjá sem er auðvelt að nota í hvaða ljósskilyrðum sem er. Exynos örgjörvi veitir úrinu áreiðanlega virkni og öflug 590 mAh rafhlaða veitir úrinu allt að 80 klukkustunda endingu.
Hönnun
Galaxy Watch5 Pro er stílhreint, hringlaga 45 mm úr. Á hlið úrsins eru tveir hnappar. Úrið er útbúið títaníum ramma sem nær uppfyrir skjáinn. Skjárinn á úrinu er Sapphire Crystal sem er allt að 60% rispuþolnara en forverar þess. Með úrinu kemur þægileg og létt sílíkon ól.
Snertiskjár
1,4" Super AMOLED skjárinn á Galaxy Watch5 Pro er með 450 x 450 pixla upplausn og býður upp á Always-On-Display valmöguleika.
Sterkbyggt
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af úrinu þegar að ferðast er á vit ævintýranna. Með 5 ATM vottun stenst úrið allt að 50 metra dýpi, eða 5 bör af þrýsting. Úrið er högg- og rispuvarið ásamt því að vera vottað MIL-STD-810H og IP68.
Þjálfi
Samsung Galaxy Watch5 Pro er stútfullt af frábærum eiginleikum fyrir íþróttir og líkamsrækt. Úrið fylgist með ræktarplaninu þínu, svefni, hjartslætti, hreyfingu og kemur með innbyggðum lífstílsþjálfa. Auðvelt er að fylgjast með svefn og streitu og með sjálfvirkum æfingamæli sér úrið til þess að þú beitir þér rétt og hvílir þig vel. Með Daily Activity Goal getur þú sett þér dagleg markmið og haldið þér þannig á beinu brautinni.
Tengimöguleikar
Galaxy Watch5 Pro kemur með GPS staðsetningartækni, LTE, Bluetooth 5.2, WiFi og NFC.
Exynos W920 örgjörvi
Tveggja kjarna Exynos W920 örgjörvinn er með allt að 20% betri reiknigreind en forveri sinn og allt að tífalda teiknigetu.
Borgaðu með úrinu – Google Wallet
Samsung Galaxy Watch 4 og 5 nota Wear OS stýrikerfi frá Google og möguleiki að setja upp Google Wallet í úrið. Google Wallet er í boði hjá flestum bönkum landsins, kannaðu hvort bankinn þinn bjóði upp á Google Wallet fyrir sína viðskiptavini.
Aðrir eiginleikar
- 1,5 GB RAM og 16 GB geymslupláss
- 590 mAh rafhlaða
- Spotify án síma
- Myndavélastýring fyrir síma
- Hljóðnemi og hátalari
- Hröðunarmælir, Gyro skynjari, birtuskynjari, loftvog, ECG, púlsmælir, líkamshitamælir, áttaviti og BIA mælir
- WearOS stýrikerfi