Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Siemens 80cm spanhelluborð EX851FEC1E
EX851FEC1EUppselt



Siemens 80cm spanhelluborð EX851FEC1E
EX851FEC1ETaktu eldamennskuna upp á næsta stig með Siemens 80 cm EX851FEC1E spanhelluborðinu. Hægt er að sameina hellur ef þörf er á stærra hellusvæði en helluborðið er einnig með PerfectFry skynjara og PowerBoost sem auðveldar og flýtir fyrir.
Spanhelluborð: spanhellan notar rafmagnsleiðni til þess að hita í stað hefbundinna aðferða. Botninn á pottinum/pönnunni er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta sparar bæði orkunotkun og minnkar hitatap við eldun.
FlexInduction: eldunarsvæðin eru hönnuð þannig að þau hámarka sveigjanleika. Það eru tvö FlexInduction svæði sem er annað hvort hægt að nota sem tvö mismunandi svæði eða sem eit stórt.
PerfectFry: skynjari með 4 hitastillingum aðlagar hitastigið við steikingu þannig að maturinn haldi réttu hitastigi
PowerBoost: Sparaðu tíman við eldamennskuna. Allar 4 hellurnar á helluborðinu eru með PowerBoost sem gerir þér kleift að hita matinn á augnabliki.
QuickStart: helluborðið nemur á hvaða hellusvæði potturinn/pannan var lagður á svo þú getur byrjað að elda á nokkrum sekúndum.
ReStart stilling: helluborðið man stillingarnar svo ekkert mál er að kalla þær fram aftur næst þegar þú elda samskonar mat.
Hitanemi: nemur það hvort hella sé nægilega heit til að halda matnum volgum á henni
Skjár: þú getur skoðað hversu mikla orku þú notaðir við að elda.
Tímastilling: allar hellurnar eru hægt að stilla þannig að þær slökkva á sér eftir ákveðinn tíma.
Barnalæsing: þegar barnalæsingin er virkjuð getur barn hvorki kveikt á hita né breytt stillingum á helluborðinu.
Þrif: auðvelt er að strjúka af helluborðinu um leið og áhöld eru fjarlægð af.
Helluborðið: ekki er hægt að nota alla potta og pönnur, þær þurfa að vera úr segulvirkum málmi eins og ryðfríu stáli. Auðvelt að athuga þetta með því að setja segul á botninn og athuga hvort hann helst, ef svo er þá er það áhaldi sem þú getur notað.
Athugið! Með flestum helluborðum fylgir ekki kló þar sem rafmagnstengi eru mismunandi eftir heimilum. Í einstaka tilfellum fylgir engin snúra og þarf því að hafa samband við fagaðila.