Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Sonos Arc 5 hljóðstöng - Svört
Fáðu bestu hljómgæðin hvar sem í húsinu með Sonos Arc snjallhátalaranum, hvort sem þú vilt horfa á sjónvarpið, kvikmyndir, hlusta á tónlist eða spila tölvuleiki. Arc er sérstaklega hannaður fyrir Ultra-wide hljómdreifingu og 270° beygða framhlið sem tryggir kristaltæra tóna og djúpan bassa sem umlykur þig. Hægt er að nota Sonos Arc hljóðstöngina staka eða tengja hana saman við önnur Sonos tæki fyrir enn betri hljómdreifingu.
Ávalt besti hljómurinn
Sonos Arc notar TruePlay (hljóðstillingar tækni) sem greinir sjálfkrafa umhverfið og stillir hljóminn eftir því auk þess sem hann tekur tillit til hvort hlustað er á tónlist, horft á kvikmynd eða annað.
Hljómgæði
Arc er með 11 innbyggða hluti (8 keilur og 3 tweetera) sem breytir hljóminn frá sjónvarpinu í HiFi hljóm með djúpum bassa, skýrari samtöl og nákvæma hátíðni svörun.
Raddstýring
Arc er með 4 innbyggða hljóðnema sem útiloka bergmál og heyra því vel hvað þú segir.
Sonos S2 snjallforrit
Hægt er að stjórna Sonos hátölurunum með því að nota snjallforrit sem þú notar með því að tengja síman þráðlaust í gegnum WiFi við hátalarana. Hlustaðu á útvarpið, hlaðvörp eða veldu á milli fjölda veita eins og Amazon Music, Spotify, Apple Music og fleira.
ARC (Audio Return Channel)
ARC gerir það að verkum að þú þarft ekki að tengja margar snúrur við sjónvarpið. Þessi tækni sendir hljóðmerki frá sjónvarpinu í tækið í gegnum sömu HDMI snúru sem er notuð til að senda hljóð og mynd í sjónvarpið.
Auðveldar stillingar
Hægt er að stjórna hljóðstönginni með Sonos S2 snjallforritinu, sjónvarpsfjarstýringunni, raddstýringu eins og Amazon Alexa eða Google Assistant, Apple AirPlay 2 og fleira.
Innifalið í pakkningu
- Sonos Arc
- Rafmagnssnúra
- HDMI snúra
- Optical Audio millistykki
- Leiðbeiningar