Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Steam Deck OLED 512 GB leikjatölva
STEAMDECKOLED512






Steam Deck OLED 512 GB leikjatölva
STEAMDECKOLED512
Steam Deck OLED 512 GB leikjatölva
Spilaðu uppáhalds leikina þína á ferðinni með Steam Deck OLED. Leikjatölvan er með 7,4" HDR OLED snertiskjá og 1280 x 800p upplausn.
OLED skjár
Steam Deck OLED er með heillandi 7,4 tommu snertiskjá með OLED tækni og 1280 x 800p upplausn, sem gefur þér nákvæma leikjaupplifun á ferðinni. Skjárinn hefur endurnýjunartíðni upp á 90 Hz, sem veitir jafna og flæðandi leikjaupplifun. Auk þess hefur skjárinn venjulegt birtustig uppá 600 nits og hámarks birtustig uppá 1000 nits, svo þú getir séð leikinn í smáatriðum jafnvel á sólríkum degi. OLED tæknin veitir lifandi liti, djúpa svarta tóna og frábær birtuskil fyrir magnaða skjáupplifun.
Bið eiginleiki
Þegar þú ýtir á aflrofann, þá setur SteamOS stýrikerfið leikinn á bið og Steam Deck fer í biðham(e. Sleep Mode), þegar þú ýtir aftur á aflrofann kveikir Steam Deck hratt á sér og þú ferð beint aftur í leikinn.
Háþróuð stjórnun
Steam Deck OLED notar þumalstýripinna með innbyggðum snertiskynjurum fyrir hámarks viðbragð og nákvæmni. Einnig er Steam Deck OLED með innbyggðann fjölsnertiflöt fyrir hámarks stjórnun, hágæða gikki og takka að aftan sem hægt er að sérsníða, allt þetta er staðsett fullkomlega innan seilingar.
Víðáttumiklir tengimöguleikar
Steam Deck OLED er með hraða tengimöguleika bæði með og án snúru, svo að þú getur tengt mikið úrval af stýripinnum, heyrnartólum og margt fleira við Steam Deck. Þú getur einnig fengið aukið geymslupláss með microSD kort.
Þægilegt grip
Bakhlið tækisins er hönnuð til að passa við sem flestar handastærðir. Ergónómísk grip veitir þægindi þegar spilatíminn dregst á langinn.
Rafhlaða
Í samanburði við forvera sinn er Steam Deck OLED með stærri 50 Whr rafhlöðu sem gefur þér 3-12 klukkutíma leikjaspilun. USB-C tengið er með 45W hleðslugetu.
Eiginleikar
- 7,4" HDR OLED snertiskjár
- 1280 x 800p upplausn
- 90 Hz endurnýjunartíðni
- 512 GB NVMe SSD geymslupláss
- 16 GB vinnsluminni
- Bluetooth 5.3, Wi-Fi 6e
- 3 til 12 klukkustunda rafhlöðuending
- USB-C PD3.0 hleðslutengi, 45W
- USB-C 3.2 Gen 2 tengi sem styður DisplayPort 1.4
- 3.5 mm heyrnatólatengi
- Innbyggður hljóðnemi
- microSD kortarauf
- SteamOS stýrikerfi
Ferðataska og breytikló fylgir með.