Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
SteelSeries Apex 9 TKL leikjalyklaborð
SteelSeries Apex 9 TKL leikjalyklaborðið er alltaf tilbúið í slaginn. Njóttu þess að skrifa hratt og nákvæmlega með OptiPoint rofunum með stillanlegri virkjunarlengd. Sýndu lit með RGB lýsingunni og njóttu þess að skrifa með tvíhleyptum PBT lyklum.
Rofar
Apex 9 er með OptiPoint optískum rofum frá SteelSeries fyrir hratt og nákvæmt viðbragð. Með stillanlegri virkjun ræður þú hvort þeir virkjast við 1 mm eða 1,5 mm hreyfingu. Rofarnir ásamt PBT lyklunum tryggja áreiðanlega og þægilega upplifun.
RGB lýsing
Sýndu lit með stillanlegri RGB lýsingu. Njóttu þess að spila langt fram á kvöld með baklýsingunni sem auðveldar notkun í myrkri. Stilltu allt með SteelSeries Engine forritinu og breyttu lyklaborðinu í glæsilegt tól sem leiðir þig til sigurs.
Hugbúnaður
SteelSeries Engine veitir þér fulla stjórn á lyklaborðinu. Breyttu RGB lýsingunni, stilltu virkjunarlengd, búðu til flýtiskipanir og fleira með notendavæna forritinu.
Hönnun
Handhæga lyklaborðið smellpassar á lyklaborðið með talnaborðslausu hönnuninni. Endingargóða álplatan gerir lyklaborðið stöðugra og áreiðanlegra fyrir betri upplifun í leiknum.
Tenging
Apex 9 kemur með fjarlæganlegri USB-C snúru svo auðvelt er að flytja lyklaborðið eða skipta um snúru.
Aðrir eiginleikar
- Fætur með þremur hæðarstillingum
- Útskiptanlegir OptiPoint rofar