Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
TCL 65" C845 Mini LED sjónvarp (2023)
TCL 65" C845 4K UHD Mini LED snjallsjónvarpið er frábært til að horfa á sjónvarpsefni eða spila leiki þökk sé Mini LED tækninni, AiPQ 3.0 og Dolby Vision. Google TV og talþjónar auðvelda stjórnun sjónvarpsins. Ef þú elskar leikjaspilun þá geturðu notið eiginleika sjónvarpsins eins og Auto Low Latency Mode, AMD FreeSync Premium Pro og 144 Hz.
Mini LED tækni
Upplifðu mögnuð myndgæði með nákvæmum ljósum og dökkum litum með Mini LED tækninni. Yfir 1000 baklýsingasvæði stilla sig sjálfvirkt og sjálfstætt frá hinum svæðunum til að veita betri mynd og fullkomin birtuskil.
4K/UHD upplausn
4K/UHD upplausn (3840x2160) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920x1080) auk UHD uppskölunar á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit að hverju sinni og í sameiningu framkalla pixlarnir mynd á skjáinn. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.
AiPQ 3.0 örgjörvi
AiPQ 3.0 örgjörvinn er úvals hljóð- og myndörgjörvi sem tryggir að TCL sjónvarpið skili frábærum krafti og frammistöðu. Allt myndefni er unnið í rauntíma til að skala upp hljóð og mynd miðað við umhverfi. Þetta skilar sér í bættum litum og skýrari mynd ásamt betri hljóm sem vinnur gegn hljóðtruflunum miðað við hljóðstyrk.
Dolby mynd- og hljómgæði
Dolby Vision og Dolby Atmos veita þér raunverulega heimabíó upplifun. Dolby Vision gefur þér skæra og raunverulega liti á meðan Dolby Atmos bætir hljómgæðin og lætur þér líða eins og þú sért í þínum eigin einkakvikmyndasal heima.
Google TV stýrikerfi
Stýrikerfi sjónvarpsins er Google TV. Þú færð greiðan aðgang að alls kyns snjallforritum (e. apps), þar á meðal Sjónvarpi Símans, beint í gegnum sjónvarpið og einnig uppástungum byggt á þínum Google aðgangi. Með þessum uppástungum er líklegra að meiri tími fari í að njóta skemmtunarinnar frekar en að leita hennar, hvort sem um ræðir kvikmyndir, myndbönd, tónlist, leikir og margt fleira.
Talþjónn
Finnurðu ekki farstýringuna? Ekkert mál - þú þarft aðeins að nota röddina þína, þar sem sjónvarpið kemur með innbyggðum Google Assistant talþjóni. Finndu alls kyns afþreyingu og horfðu á kvikmyndir og seríur á streymisþjónustum. Einnig er hægt að nota Google Assistant til að leita að ráðleggingum og stjórna öðrum snjalltækjum.
Leikjaspilun
Uppfærðu leikjaupplifunina og njóttu þess að spila með skýrum myndgæðum með AMD FreeSync Premium Pro tækni ssem bestar hvern ramma í rauntíma og veitir allt að 144 Hz endurnýjunartíðni. Auto Low Latency Mode er sjálfkrafa sett á og minnkar það viðbragðstíma tækisins í 5,7ms. Njóttu leikja án tafa og hika með Variable Refresh Rate tækni, en Dynamic Tone Mapping fínstillir HDR stillingar svo þú missir ekki af neinu. Tækið lofar fullkominni sjón í bæði myrkum og ljósum atriðum.
Uppsetning
Ertu ekki viss hvar á að setja nýja sjónvarpið? Við eigum mikið úrval af veggfestingum sem geta hjálpað þér að finna það sem hentar þér og þínu heimili. Fótur fylgir sjónvarpinu.
Snúrur og fylgihlutir
Ef þú ætlar að tengja sjónvarpið við afruglara, leikjatölvu eða heimabíó þarf að passa að réttu snúrurnar eru til staðar. Þú finnur hljóð- og myndsnúrur í ELKO.