Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Uppgerður iPhone 12 64GB - Svartur (A einkunn)
IPHONE1264GBA001Nýtt

Uppgerður iPhone 12 64GB - Svartur (A einkunn)
IPHONE1264GBA001
Uppgerður iPhone 12 64GB - Svartur (A einkunn)
Hönnun
iPhone 12 er þunnur, með rúnuðum hornum og kemur í fimm fallegum litum. Til þess að veita snertiskjánum betri endingu hefur Apple unnið náið með Corning og þróað byltingarkennda glertækni, Ceramic Shield er sérstakt gler sem inniheldur Nano-keramik-kristalla. Þetta nýja ferli við styrkingu á gleri tryggir fjórum sinnum betra fallþol miðað við iPhone 11 seríuna. Vatnsvörnin er einnig talsvert bætt og síminn er IP68 vottaður allt að 6 metra dýpi í 30 mínútur.
Skjár
Super Retina XDR OLED skjárinn nær frá jaðri til jaðars. 6,1“ skjárinn á iPhone 12 er með 2532 x 1170 upplausn og með aðstoð True Tone tækni sýnir hann skýra, bjarta mynd með djúpum svörtum lit.
Myndavélar
iPhone 12 kemur með tvöföldu myndavélakerfi með Ultra Wide myndavél sem gerir þér kleift að taka myndir og 4K myndbönd utan rammans og fangar allt að fjórum sinnum meira af myndefni. Þessi eiginleiki er fullkominn til að taka upp landslag, hópamyndir, arkitektúr og hreyfimyndir. Hin myndavélin sem er 12Mpix gleiðhornsmyndavélin getur tekið fallegar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði með nýrri næturstillingu. Fyrir ljósmyndun á andliti (e. Portrait mode) eru 6 stillingar í boði og dýptarstýringin gefur náttúrulegri Bokeh áhrif og kemur með meira birtustýringu til að skila ljómandi árangri í hvert skipti.
QuickTake
Þessi handhægi eiginleiki tryggir að þú færð öll óvæntu augnablikin inn í myndskeiðið. Með iPhone 12 getur þú auðveldlega tekið upp myndskeið í ljósmyndastillingu með því að halda takkanum (e. Shutter) inni.
TrueDepth myndavél
TrueDepth myndavélin að framan er með 12Mpix upplausn gerir þér kleift að taka fallegar sjálfumyndir og hópmyndir, fullar af líflegum litum. Þú getur meira að segja tekið svokallaða slofie, hágæða sjálfsmynd með hægri hreyfingu.
MagSafe
MagSafe er komið aftur og einfaldlega virkar. Smelltu þráðlausu hleðslutæki, hulstri, kortahulstri og mörgu fleiru (sem styður MagSafe) aftan á símann. Segullinn leiðbenir þér og heldur öllu á sínum stað.