Fyrirtækjaþjónusta ELKO

Hvers vegna ætti fyrirtækið þitt að versla við ELKO?

Frá 1998 höfum við einbeitt okkur að lækka verð á raftækjum fyrir Íslendinga um land allt.
Í dag eru verslanirnar þrjár talsins og ásamt einni stærstu vefverslun landsins. Við getum boðið heildarlausnir í allt sem að fer í fjöltengið á þínum vinnustað og það á besta verðinu.

Persónuleg og fagleg þjónusta

Við finnum réttar lausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki, hvort sem um er að ræða heimilistæki, tölvubúnað, skjá/sjónvarps lausnir, smá heimilistæki og allt þar á milli.

Lágt vöruverð

Með stórinnkaupum höfum við pressað verðin niður síðastliðin 20 ár.

Mikið vöruúrval

Á fyrirtækjasviði höfum við sérsniðið ákveðnar lausnir sem hugsaðar eru fyrir minni sem og stærri fyrirtæki.

Aðgangur að sérþjálfuðu starfsfólki

Við leggjum mikið uppúr að upplifun okkar viðskiptavina verði sem allra best og þessvegna höfum við í öllum okkar verslunum sérþjálfað starfsfólk sem eru með puttan á púlsinum hvað tækni dagsins í dag varðar. Eins hefur þú sem fyrirtækja viðskiptavinur aðgang að persónulegri þjónustu og tilboðagerð eftir þínum þörfum.

Stærsti lager á norðurlöndunum

ELKO er hluti af ELKJØP raftækjarisanaum sem að á og rekur 277 verslanir á norðurlöndunum og til að eiga á og í þær verslanir er verslað stórt inn á stærsta lager norðurlandana sem staðsettur er í Jønkøping í Svíþjóð sem spannar heila 107.000 fermetra. Á þessum lager ætti að leynast eitthvað sem að hentar þér og þínu fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjafi okkar Stefán Pétur í síma 697-8515 eða í tölvupósti stefan@elko.is.

Reikningsviðskipti ELKO

Ef ósk er um að fyrirtæki vilji komast í reikningsviðskipti við ELKO ehf skal forráðamaður fyrirtækisins fylla út eyðublað og fer það í ferli hjá innheimtudeild ELKO.
Með því að fylla út umsókn samþykkir umsækjandi um leið skilmála ELKO ehf. og að leitað verði upplýsinga um umsækjanda hjá Creditinfo.
Ef að umsókn um reikningsviðskipti ELKO er ekki samþykkt þá er engu að síður ávallt greið leið að versla hjá okkur, þar sem við tökum á móti fjölda greiðslumáta.

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Umsókn um reikningsviðskipti ELKO

Skilmálar viðskiptareiknings ELKO